
Sigurjón Magnús Egilsson:
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður Samtaka iðnaðarins og varaformaður SA. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður SFS og varaformaður SA. Þannig er nú það.
Þannig er háttað hjá okkur að samfélagið er vanfjármagnað. Það vantar peninga í nánast allt. Menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngur og áfram má telja.
Í þessu ástandi berjast tveir af þeim flokkum sem voru í ríkisstjórn síðustu sjö árin áður en núverandi ríkisstjórn tók við. Skildu við sig með flest í skrúfunni. Þessir sömu flokkar hafa ekki hikað við að þrengja að þeim verst hafa staðið. Aftur og aftur.
„Mér finnst þetta orðið hálfgert rugl,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins rétt í þessu, í hreint alveg ömurlegu málþófi. Það má aldrei verða að þeir flokkur sem fengu flengingar í síðustu kosningum geti hrifsað til sín völdin með málþófi.
Annað sem stjórnarandstaðan er að gera er að skipta þjóðinni í tvennt. Fyrst eru þau sem búa milli Hvítárnar og svo hin. Ríkissjóð vantar peninga. Við verðum öll að taka þátt í að bæta stöðuna. Ekki síst sjávarútvegurinn. Hann nýtur forréttinda umfram aðra atvinnuvegi.
Ég hlustaði lengi á málþóf Miðflokksins á síðasta kjörtímabili, þegar þau börðust gegn Orkupakka þrjú. Það var oft nánast óbærilega leiðinglegt. Ekki er þetta málþóf betra. Það er skýrara. Rætur þessa málþófs eru í Borgartúni 35. Þar sem Samtök atvinnulífsins, SFS og Samtök iðnaðarins eiga heima.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður Samtaka iðnaðarins og varaformaður SA. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður SFS og varaformaður SA. Þannig er nú það.
Meirihlutinn hefur eitt ráð. Það er hægt að grípa neyðarhemil. Það verður að gera fyrr en seinni.
Nú skulum við rifja upp nokkrar staðreyndir um byggðir sem hafa verið svipt þátttöku í sjávarútvegi:
- Hafnarfjörður
- Akranes
- Þingeyri
- Flateyri
- Suðureyri
- Súðavík
- Hólmavík
- Hvammstangi
- Skagaströnd
- Húsavík
- Kópasker
- Raufarhöfn
- Þórshöfn
- Vopnafjörður
- Seyðisfjörður
- Breiðdalsvík
- Stöðvarfjörður
- Djúpivogur
- Þorlákshöfn
Vona að ég gleymi ekki samfélögum sem. hafa þurft að þola gjörbreytingu á högum sínum vegna kvótakerfisins.