- Advertisement -

Flóttafólk: Ísland fer á móti straumnum

Sólveig Arnarsdóttir skrifaði:

“Die Seele von Europa ist Humanität” – “Sál Evrópu er Mennskan” Angele Merkel.

Á meðan íslensk stjórnvöld leigja flugvél til að reka lítil börn úr landi og senda þau í óboðlegar ömurlegar aðstæður í Grikklandi ákváðu þýsk stjórnvöld á neyðarfundi í gærkvöldi að ná í 1500 flóttabörn frá Grikklandi og veita þeim landvistarleyfi í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að þýsk stjórnvöld skori á önnur lönd Evrópu að gera slíkt hið sama enda geti ríkar þjóðir Evrópu ekki horft upp á börn deyja við landamæri sín án þess að veita þeim hjálparhönd. Það stríði gegn þeim gildum sem Evrópuþjóðir hafi sett sér.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: