- Advertisement -

Fráleitt að tala um krísu


Árin fyrir hrun. 3. kafli.

Davíð Oddsson í viðtali við Viðskiptablaðið 17.03.2006.

Síðra vetrar 2006 tóku erlendir fjölmiðlar að efast um ágæti íslenska efnahagsundursins. Að því tilefni var formaður bankastjórnar Seðlabankans í viðtali við Viðskiptablaðið. Hann var spurður um gagnrýnina.

„Ég get ekki neitað því að ég er svolítið óánægður með nokkra skandinavíska fjölmiðla. Mér finnst sumt sem ég hef séð þar vera með hreinum ólíkindum – jafnvel hjá fjölmiðlum sem maður hafði mikið álit á. Er undarlegt að skrifað skuli vera af slíkri vanþekkingu, óvarfærni og kannski jafnvel af andúð á köflum. Ég er ekki hrifinn af því og finnst það koma úr hörðustu átt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


„Ég tel að bankarnir hafi hreinan skjöld.“

Um stöðuna sagði hann:

„Ég held að sú gagnrýni sé algjörlega á misskilningi byggð. Hins vegar eiga menn að mæta umræðunni – notfæra sér hana – því ég tel að bankarnir hafi hreinan skjöld og geti mætt umræðunni vel. Þeir eiga að fagna henni, því þessar tölur sem við horfum á benda mjög til þess að bankarnir séu í meginatriðum að gera góða hluti. En þeir eiga líka að laga sig að þeim athugasemdum sem koma.“

Næst sagði Davíð:

„Í fyrsta lagi eiga þeir að skýra það sem þeir telja vera á misskilningi byggt, eins og margar staðhæfingar virðast vera. Í öðru lagi eiga þeir að laga sig að öðru sem skaðar ímynd þeirra út á við, eins og t.a.m. of hraður vöxtur kann að gera og hugsanleg krosseignatengsl. Ég verð ekki var við annað en að bankarnir séu að laga sig að þessum þáttum og séu ábyrgir í þessum efnum.“

Það var ekki uppgjöf í huga bankastjórans, hvað þá vantrú á stjórnendum bankanna.

„Ef þeir gera það, með þennan góða grunn sem þeir hafa, er alveg fráleitt að tala um að einhver krísa standi yfir. Þá getur vel verið að sannist enn einu sinni að þau áföll sem menn verða fyrir drepi þá ekki verði bara til að styrkja þá.“

Þetta er hluti af löngu viðtali.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: