- Advertisement -

Fróðlegt viðtal á Samstöðinni

Hrafn Magnússon skrifaði:

Fróðlegt viðtal fyrir skömmu á Samstöðinni við Einar Má Jónsson, sagnfræðing og rithöfund og fyrrverandi kennara við Sorbonne háskólann í París.

Einar taldi að markalínan milli hægri og vinstri í stjórnmálum hafi á undanförnum áratugum færst til og þá til hægri. Hann taldi að svokölluð bylting frjálshyggjunnar hafi sigrað samábyrgð og þjóðfélagslegt jafnræði. Afleiðingin væri sú að þjóðirnar í Evrópu og Bandaríkin væru komnar langtum meira til hægri en áður var. Þeir ríku væru í dag langtum ríkari og auðsöfnun og einstaklingshyggja og græðgi væri nú alls ráðandi.

Reynslan af einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, skólum, og samgöngum væri hörmuleg. Hvergi væri minnst á umhverfismál og auðhyggjan væri alls ráðandi.

Það er margt til í þessum orðum Einars og maður veltir fyrir sér þá fullyrðingu sem stundum heyrist hér á landi að við þessa viðvarandi hægrisveiflu sé t.d. Samfylkingin í dag í sömu sporum og Sjálfstæðisflokkurinn fyrir tveimur áratugum.

Það er athyglisvert ef svo er en um það skal ég ekki fullyrða, að svo komnu máli. Margt virðist þó til í þeirri fullyrðingu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: