- Advertisement -

Gengur Efling erinda Sósíalistaflokksins?

Þröstur Ólafsson.

„Þegar stórtíðindi eru í aðsigi þá er betra að hlusta vel. Þegar Starfsgreinasambandið skrifaði nýverið undir nýja kjarasamninga við Samninganefnd sveitarfélaganna skar sig eitt aðildarfélag Starfsgreinasambandsins, Efling, út úr samflotinu. Neitaði að semja við borgina á sömu nótum og önnur verkalýðsfélög höfðu samið. Þó skilst mér að Starfsgreinasambið hafi gert samning á svipuðum nótum og Efling hafði gert áður við SA,“ skrifar Þröstur Ólafsson hagfræðingur á Facebook.

„Síðan birtist i fjölmiðlum upplýsingar um kröfugerð Eflingar á hendur borginni. Þar voru allar tölur og hlutföll margfalt hærri en þeir samningar voru, sem Starfsgreinasambandið og samninganefnd sveitarfélaganna höfðu samið um. Samhliða þessari kröfugerð var vitnað í greinargerð sem fylgdi, sem var bólgin af fúkyrðum og gömlum slagorðum frá upphafsárum evrópskrar verkalýðshreyfingar í árdaga síðust aldar. Er þetta strategía nýja Sósíalistaflokksins? Brjóta upp lífskjarasamninginn með því að einangra baráttuna við einn viðsemjanda (borgina) sem er stór, en er jafnframt með fjölda félagsmanna Eflingar í mjög viðkvæmum umönnunarstörfum (leikskólunum). Nota á ungabörn sem eins konar gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu og fá yfir okkur eina sæta gengisfellingu. Krónan mun ekki aðstoða Sósíalistaflokkinn í þessum skollaleik. Það hlaut að koma að því að stóru slagorðin frá 2018 yrðu virkjuð að lokum.“

Sýnilega gerir Þröstur ráð fyrir að Sósíalistaflokkurinn stjórni Eflingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: