- Advertisement -

Golf fyrir alla: Lausung á Sauðárkróki

Sauðárkróksbakarí fær fínustu einkunn. Hefur starfað frá árinu 1880, er rétt er munað. Mynd: -sme

Golfvöllurinn á Sauðárkróki, Hlíðarendavöllur, er níu brauta. Flestar fínar. Varhugavert að dæma ágæti golfvalla eftir eigin spilamennsku. Mér gekk illa á Sauðárkróki. Lék þar fyrir nokkrum árum og fannst völlurinn þá betri en núna.

Eða er völlurinn síðri nú en hann var áður? Já, ég held það. Veturinn var harður fyrir norðan og þess sést merki á flestum völlum þar. Brautirnar á Króknum eru fjölbreyttar. Vellinum er vel viðhaldið. Síðast þegar við spiluðum á Króknum var eitt sex manna holl og nú var fimm manna holl. Slík lausung er ekki góð. Fjölmenn holl tefja leikinn.

Að venju byrjuðum við heimsóknina á Krókinn í Sauðárkróksbakaríi. Sem er eflaust með allra bestu bakaríum á landinu. Ekki skemmir þjónustan fyrir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Næstu daga verður fjallað um aðra golfvelli. Þeir fá einkunnir, frá einum til fimm.

Hlíðarvöllur á Sauðárkróki fær þrjá í einkunn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: