- Advertisement -

Hagnaður 34 milljörðum meiri nú en á sama tíma á síðasta ári

Staðan á Íslandi: Gríðarlegur hagvöxtur í ár, 7% eða meira. Í kjölfar mikils hagvaxtar á síðasta ári, 4,4%.

Staðan í Kauphöllinni: Hagnaður 34 milljörðum meiri nú en á sama tíma á síðasta ári. 30% aukning á hagnaði. Óumdeilanlega uppsveifla hjá eigendum atvinnutækjanna. Góðæri.

Staðan hjá verka og láglaunafólki, þeim sem með vinnu sinni búa til verðmætin: Samtök atvinnulífsins reyna að troða upp á okkur 4% launahækkun. Í verðbólgu sem fer yfir 9%. Verðbólgu sem étur upp kaupmáttinn okkar. Þetta gera samtökin með velþóknun pólitískrar valdastéttar sem að tekur undir áróðurinn um „óveðursský og erfiða tíma“. Ætlar fólk að sætta sig við þetta?

Ætlar fólk að sætta sig við að auðstéttin sigli hlæjandi fram hjá í góðæris-fleyinu sínu á meðan að þau sem hafa svitnað fyrir hagvöxtin eru skilin eftir í hriplekum bát?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég vona ekki. Ég vona að fólk skilji að við verðum að standa saman, vopnuð sjálfsvirðingunni og vitneskjunni um að við erum ómissandi í allri verðmætasköpun þjóðfélagsins. Og að það kemur ekki til greina að við látum verðmætin sem við sköpuðum með vinnu okkar renna okkur úr greipum.

Skjáskot úr Nomadland. Rétt upp hönd sem hafa unnið frá því að þau voru krakkar og nenna ekki lengur að láta bjóða sér að éta skít.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: