- Advertisement -

Haldið frá öllu starfi borgarstjórnarflokksins

Gunnar Smári skrifar:

Ég man auðvitað ekki allt, en mig minnir að upphafskona þessa máls, Steinunn Finnbogadóttir, sem sat sem fulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í borgarstjórn þegar hún vakti máls á ömurlegum aðstæðum vistmanna á Arnarholti, hafi síðar verið í öðru sæti á sameiginlegum lista Alþýðuflokks og Samtakanna, náð kjöri sem varamaður en verið í framhaldinu haldið frá öllu starfi borgarstjórnarflokksins.

Kannski ætti Samfylkingin að kanna hvort dugnaður Steinunnar og samstaða með hinum verst settu hafi fallið illa að markmiðum forystu Alþýðuflokksins í stjórnmálum. Þessi stjórnmálakúltúr snýr ekki aðeins að formlegum ályktunum stofnana heldur ekki síður að því hvernig okkar besta fólk er flæmt úr stjórnmálum af þeim sem ekki vilja rugga nokkrum bát og eru ætíð tilbúin að þjóna hinum valdamiklu, sterku og ríku.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: