- Advertisement -

Hvað gengur forstjóra Vinnumálastofnunar til?

Sólveig Anna Jónsdóttir:

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, lét senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla vegna gruns um ofgreiðslu úr opinberum sjóði til tiltekinna einstaklinga. Ekki er þó um að ræða skýra niðurstöðu heldur einhvers konar efasemdir. Tilkynningin virðist sett saman í kjölfar einhvers konar neyðarfundar innan stofnunarinnar og er send út að kvöldlagi. Allir fjölmiðlar birtu tilkynninguna og Unnur bætti sums staðar við kommentum frá eigin hjarta.

Þetta hlýtur að teljast gjörsamlega fáheyrð málsmeðferð hjá opinberri stofnun. Fólkið sjálft hefur enga tilkynningu fengið, staða mála þeirra hjá stofnuninni er í kjölfarið með öllu óljós og þau vita ekki hvort forstjórinn ætli t.d. að setja af stað innheimtukröfu á hendur þeim. Hvað gengur forstjóra Vinnumálastofnunar til? Hvar er virðingin fyrir hlutverki stofnunarinnar, vinnubrögðum og umbjóðendum hennar? Hitt er þó víst að vinskapur forstjórans við hagsmunasamtök atvinnurekenda er á hreinu. Hún skrifar greinar í blöðin með talsmanni þeirra, en sá sami talsmaður hefur einmitt lýst afstöðu sinni til málsins sem Unnur taldi nauðsynlegt að senda út fréttatilkynningu sína um í gærkvöldi. Hvað er eiginlega í gangi?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: