- Advertisement -

Hvað seldi Kristján?

Guðmundur Kristjánsson í Bfrimi keypti drjúgan hlut í HB Granda fyrir nærri 22 milljarða, mest af Kristjáni Loftssyni. Kristján sagði í einhverju viðtali í dag að hann hafi fengið tilboð sem ekki var hægt að hafna, eða eitthvað á þá leið.

En hvað seldi Kristján fyrir alla þessa peninga? Skip, frystihús og rekstur? Eflaust, en hvað ætli hann hafi fengið mikið fyrir þá tíund sem HB Grandi hefur aflaheimildum úr sameign þjóðarinnar?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: