- Advertisement -

„Hverju máli skiptir hver á landið?“

Jón Baldvin og Davíð Oddsson. Steingrímur veitti þeim harða mótspyrnu við samþykkt EES-samningsins. Steingrímur varaði meðal annars við jarðakaupum útlendinga.

Þegar Alþingi ræddi EES-samninginn fyrir rúmum 25 árum var ég þingfréttamaður. Steingrímur Hermannsson var á móti samningnum. Mér er minnisstæð barátta hans gegn samningnum. Steingrímur varaði við að erlendir auðmenn myndu kaupa upp jarðir á Íslandi. Ekki bara jarðir með laxveiðiréttindi.

Oftsinnis göntuðust pólitískir andstæðingar Steingríms með skoðanir hans. Mest á göngum þinghússins. Hann þótti afturhald mikið í EES-málinu. Hér á eftir fer lítið brot úr þingræðu Steingríms Hermannssonar frá því ágúst 1992. Hér má lesa ræðuna alla.

„Þeir eru til sem óttast ekki slík kaup erlendra aðila og meira að segja hitti ég einn sem sagði: Hverju máli skiptir hver á landið? En ég held að það sé ekki nokkur einasti maður hér inni sem þannig hugsar, sem betur fer. Ég vil bara leggja áherslu á það að þeir munu margir verða í þrengslum, mengun og óhreinindunum erlendis sem vilja eignast íslenskt land jafnvel þótt hér rigni og blási stundum dálítið nístingur af norðri. Þeir munu verða margir. Þeir munu verða margir sem vilja eignast hér ekki endilega eins og oft hefur verið nefnt laxveiðiár, heldur bara útivistarsvæði, þar sem þeir geta gengið um sæmilega frjálsir án þess að vera með grímu fyrir andlitinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo þarna virðist ríkisstjórnin taka heldur létt á þessu máli.

Þá eru það að sjálfsögðu fleiri atriði sem við höfum nefnt. Það er í fyrsta lagi eignarhald á orkulindum landsins og ég er sammála því sem kom fram hjá hæstv. ráðherra að líklega er þetta í lagi í sambandi við vatnsföllin því þar hefur ríkið í dag einkarétt til að virkja. En ég vek athygli á því að í hvítu bók ríkisstjórnarinnar er fram tekið að einkavæða eigi orkufyrirtækin og þá er ekki hægt að einkavæða orkufyrirtækin og meina erlendum aðilum innan EES að taka þátt í þeirri einkavæðingu. Ég hef reyndar spurt um það hér aftur og aftur hvort þetta ákvæði hvítu bókarinnar standi enn, hvort menn séu ekki reiðubúnir að afskrifa það í ljósi þeirra upplýsinga sem komnar eru fram í sambandi við EES-samninginn. Svo þarna virðist ríkisstjórnin taka heldur létt á þessu máli ef trúa má hvítu bókinni. Ég legg að vísu ekki mikið upp úr henni en sumir kunna að gera það. Um jarðhitann gildir hins vegar öðru máli. Þar hefur ríkisvaldið ekki einkarétt til að virkja og hæstv. iðnrh. hefur boðað frv. um það efni. Ég vona að það komi. Það má tryggja með ýmsu móti. Rætt hefur verið um að ríkið öðlist eignarrétt af orku fyrir neðan ákveðið dýpi. Það þarf ekki einu sinni að vera þannig, ríkið getur öðlast einkarétt til að virkja ákveðið afl, 3.000 kílóvött eða eitthvað svoleiðis. Ef ég man rétt þá er það þannig með vatnsvirkjun. Því eru margar leiðir til þessa sem alls ekki þurfa að íþyngja einstaklingunum í raun og sem munu halda gagnvart þessum samningi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: