- Advertisement -

Hvori Logi né Kristján Þór virðast skilja Samherjagjörninginn

Hitt er verra að svo nátengdur maður þeim feðgum skuli vera gerður að sjávarútvegsráðherra.

Ragnar Önundarson skrifar:

Engum fjármunum er „mokað út úr sjávarútveginum“, þó hlutabréf færist milli kynslóða. Hvorki formaður Samfylkingarinnar né sjávarútvegsráðherra virðast skilja það sem gerðist. Við búum í landi sem hefur gert frjálst framtak, samningsfrelsi, samkeppni og erfða- og eignarrétt að undirstöðuatriðiðum atvinnulífs síns. Engu máli skiptir hvort hluthafi heitir Þorsteinn Már Baldvinsson eða Baldvin Þorsteinsson. Eftir sem áður geta stjórnvöld þróað kvótakerfið áfram. Hitt er verra að svo nátengdur maður þeim feðgum skuli vera gerður að sjávarútvegsráðherra, verandi augljóslega vanhæfur tengsla sinna vegna. Árið er 2020 og 40 ár liðin frá því umræðan um vanhæfi hófst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: