
Marinó G. Njálsson:
Það virðast vera örlög íslenskra karlalandsliða að mæta Króötum í mikilvægum leikjum. Og oftar en ekki hafa króatísku liðin haft betur. Hvað gerist í kvöld er ómögulegt að segja.
Í annað sinn mætir lið Íslands liði Króatíu í mikilvægum leik 24. janúar. Á EM fyrir þremur árum mætti íslenska liðið af krafti til leiks og komust i 10-5. Króatar skoruðu fimm af næstu sjö mörkum fyrir leik og síðan níu af fyrstu ellefu í seinni hálfleik. Breyttu stöðunni úr 10-5 í 14-19. Þrátt fyrir það tókst íslenska liðinu að komast yfir 22-21, en tvö síðustu mörkin voru Króata. Þetta var áttunda tapið í níu leikjum, sá níundi endaði með jafntefli.
Í fyrra unnum við Króata í fyrsta skipti á stórmóti í handbolta. Í þetta sinn byrjuð Króatar betur, en leikurinn var að mestu jafn (+/- tvö mörk) upp að 25-25. Þá komu sex íslensk mörk í röð. Munur sem Króötum tókst ekki að brúa. Leikurinn endaði 35-30 Íslandi í vil.
Það virðast vera örlög íslenskra karlalandsliða að mæta Króötum í mikilvægum leikjum. Og oftar en ekki hafa króatísku liðin haft betur. Hvað gerist í kvöld er ómögulegt að segja.
Ég held að ekkert sé gefið…
Króatar hafa bara spilað á móti einu góðu liði á mótinu hingað til, þ.e. Egyptum, og töpuðu þeim leik með fjórum mörkum eftir að hafa skorað tvö síðustu mörk leiksins. Það telst seint til afreka að vinna Argentínu, Barein og Grænhöfðaeyjar. Íslenska liðið hefur hins vegar unnið bæði góðum liðin, sem það hefur mætt, þ.e. Slóveníu og Egyptum. Það voru hins vegar tveir síðustu leikir íslenska liðsins og þreyta gæti setið í mannskapnum eftir tvo virkilega baráttuleiki.
Ég held að ekkert sé gefið um úrslitin í kvöld, sérstaklega þar sem leikið er í Króatíu. Leikurinn á undan skiptir hins vegar líka miklu máli um framhaldið. Jafntefli eða slóvenskur sigur væri hagstæðara fyrir íslenska liðið en egyptskur sigur.
Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós en birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.