- Advertisement -

Í kjaradeilu við gjaldþrota flugfélag

Nærtækt er að stofna nýtt dótturfélag um flugreksturinn, þar sem annar vinnumarkaður skammtar kjörin.

Ragnar Önundarson skrifar:

Flugfreyjufélagið á í kjaradeilu. Það vill að gjaldþrota flugfélag tryggi atvinnuöryggi þeirra, en þær eru yfir 900 talsins. Kjarabaráttan fer fram í fjölmiðlum, sem er fátítt, þar sem forsvarsmennirnir skuldbinda sig aftur og aftur gagnvart umbjóðendum sínum með óraunhæfum hætti. Flugvirkjar eru búnir að semja, gott hjá þeim. Flugmenn eru skilningsríkari á vandann en flugfreyjur og eru ekki eins yfirlýsingaglaðir.

Icelandair á í harðvítugri samkeppni. Farþegar styðjast við leitarvélar, sem finna ódýrasta flugið, sem lágmarkar tekjur félagsins. Félagið þarf því að njóta þeirra kosta sem samkeppnin færir félaginu á aðfanga- eða kostnaðarhliðinni. Mögulegt er að leigja áhafnir og vélar með áhöfnum. Ekkert er til fyrirstöðu að „heimahöfn“ rekstrarins sé annars staðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nærtækt er að stofna nýtt dótturfélag um flugreksturinn, þar sem annar vinnumarkaður skammtar kjörin. Starfsfólk félagsins ætti að taka þátt í endurreisninni, samþykkja lægri laun og taka þátt í hlutafjárútboðinu sem framundan er. Allar líkur eru á að sú fjárfesting mundi bæta þeim launalækkunina að verulegu leyti innan ca. 5 ára.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: