- Advertisement -

Katrín, kanntu annan

Gunnar Smári skrifar:

Hér er svona fake-news hjá Katrínu. Hún snýr sölunni á Íslandsbanka upp á að hún sé ekki að selja Landsbankann. Það er svipað og ef seldi Keflavíkurflugvöll sem lið í því að ríkið ætti áfram Reykjavíkurflugvöll, seldi Kárahnjúkavirkjun einmitt til að standa vörð um eign almennings á Búrfellsvirkjun. Svo boðar hún að einn megi ekki kaupa allar jarðir á Íslandi – nema ráðherra leyfi það. Hvaða hald er í því? Ráðherrarnir eru nú að fara að selja helminginn af bönkum landsmanna, væru þeir ekki allt eins til í að selja helminginn af bújörðunum til Jim Ratcliffe. Ef hún væri í alvörunni að koma í veg fyrir jarðakaup auðkýfinga myndi hún fyrirbyggja þau, skilyrða jarðakaup við búsetu og nýtingu jarðanna, ekki reyna að selja okkur að einhver ráðherra sé fyrirstaða fyrir hina ríku og voldugu. Núverandi ráðherrar leigja útgerðarmönnum kvótann á 4,8 milljarða á meðan útgerðarmennirnir sjálfir leigja hvor öðrum hann á 75 milljarða. Er það liðið sem á að standa í vegi fyrir að auðkýfingar eignist allar jarðir á Íslandi. Kanntu annan.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: