- Advertisement -

Kristján Þór situr sem fastast á skýrslunni og Katrín hjálpar ekki

Alþingi:

ÞKG: „Hún er algjört lykilplagg um þessa kortlagningu á umsvifum íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi.“

KJ: „…það fylgja því líka hættur að setja allar aflaheimildir á uppboð.“

Í þingdeginum, nú í sumar, freistaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þess að fá aðstoð frá Katrínu Jakobsdóttur til að þrýsta á Kristján Þór Júlíusson til að skila skýrslu, um eignarhald stærstu útgerða landsins í íslensku atvinnulífi, fyrir kosningar.

„Hún er algjört lykilplagg um þessa kortlagningu á umsvifum íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi,“ sagði Þorgerður Katrín. „ Þetta má ekki dragast af því að við þurfum að fá þessa skýru mynd. Við höfum staðið frammi fyrir því að stjórnmálaflokkar stingi skýrslum undir stól rétt fyrir kosningar og það er enginn sómi að því. Ég vil undirstrika að það er mikilvægt í þessum málum að við höldum áfram að tala um það hvernig við nýtum og umgöngumst auðlindirnar.“

Katrín Jakobsdóttir nýtti sér þær glufur sem Þorgerður Katrín opnaði fyrir hana og fór létt með. „…það fylgja því líka hættur að setja allar aflaheimildir á uppboð. Við þurfum að huga að hættunni sem skapast á samþjöppun við slíka útfærslu, eins og háttvirtur þingmaður þekkir, því að við viljum ekki taka áhættu á meiri samþjöppun í sjávarútvegi, og við þurfum líka að skoða hin byggðatengdu áhrif,“ sagði forsætisráðherra og endaði tölu sína svona:

„Hvað varðar tímabindingu heimilda mælti ég sjálf fyrir frumvarpi sem var lagt fram af þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, og var þá mikil andstaða hér í þessum sal þegar lögð var til tímabinding aflaheimilda í gegnum nýtingarsamninga. Ég leyfi mér að rifja það upp að þáverandi stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokks, sem háttvirtur þingmaður kannast nú eitthvað við á þeim tíma, og Framsóknarflokks ólmaðist á móti tímabindingu samninga á þeim tíma og því miður stefndi allt í að ekki yrði meiri hluti fyrir því máli. Þá hefði kannski verið hægt að vísa veginn til framtíðar hvað þau mál varðar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: