- Advertisement -

Kvótinn er metinn á 250 milljarða

- óefnislegar eignir útgerðanna, líklegast kvóti, sé stór hluti eigna allra fyrirtækjanna.

Kristinn H. Gunnarsson.
„Eigið fé atvinnugreinarinnar hefur því aðeins aukist um 140 milljarða króna frá 2002 til 2015 þrátt fyrir 700 milljarða króna uppsafnaðan hagnað.“

„Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja í lok árs 2015 er ekkert þegar eignfært verðmæti fiskveiðikvóta hefur verið dregið frá. Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofu Íslands um rekstur og efnahag fyrirtækja 2015,“ segir í Vetfjörðum, blaði sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, ritstýrir.

Kristinn vitnar til skýrslu Hagstofunnar. Þar kemur fram að eigið fé í sjávarútvegi hafi verið í árslok 2015 samtals 254 milljarðar króna. Þar af eru bókfærðar óefnislegar eignir 255 milljarðar króna. Hagstofan segir eignirnar veraum fjörutíu prósent af heildareignum í sjávarútvegi og að stærstum hluta sé um að ræða eignfærðar veiðiheimildir. Frá 2002 hefur hlutdeild óefnislegra eigna af eignum í sjávarútvegi tvöfaldast.

„Eins og kunnugt er er óheimilt lögum samkvæmt að veðsetja veiðiheimildirnar sem eru skilgreindar sem þjóðareign. Frá 2002 til 2015 hefur uppsöfnaður hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði (EBIT) verið samtals um 697 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015 að því er fram kemur í skýrslunni. Þar af eru 382 milljarðar króna frá 2010 til 2015,“ skrifar Kristinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann bendir á að í lok árs 2001 var eigið fé í sjávarútvegi 60 milljarðar króna, sem jafngildir 116 milljörðum króna í lok árs 2015. „Eigið fé atvinnugreinarinnar hefur því aðeins aukist um 140 milljarða króna frá 2002 til 2015 þrátt fyrir 700 milljarða króna uppsafnaðan hagnað fyrir skatta og fjármagnsliði. Mismunurinn nemur 560 milljörð- um króna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði á ársfundi samtakanna í síðustu viku að fjárfestingar í sjávarútvegi frá 2009 til 2015 hafi numið um 100 milljörðum króna.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: