- Advertisement -

Lægstu laun eru öllum til skammar

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hérna sjáum við launatöflur verkafólks sem nú eru í gildi á hinum almenna vinnumarkaði og ég trúi ekki öðru en það muni ríkja þjóðarsátt um að hækka og lagfæra verði launataxta verkafólks í komandi kjarasamningum svo um munar.

Rétt er að geta þess að yfir 60% verkfólks eru að taka laun eftir launafokkum 6 til 9 sem þýðir að full grunnlaun eru frá 272 þúsundum á mánuði uppí 282 þúsund.

Það er morgunljóst að þessir launataxtar eru langt undir öllum framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur verið út og þessir launataxtar sýna einnig að útlokað er fyrir launafólk á þessum launatöxtum að láta enda ná saman frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn.

Verkalýðsfélag Akraness er ekki í nokkrum vafa um að í komandi kjarasamningum verði að hækka þessa launataxta umtalsvert og einnig þarf að lagfæra starfsaldursþrepin í nýrri launatöflu. Við í Verkalýðsfélagi Akraness höfum verið að vinna að því að búa til nýja launatöflu og viljum leggja hana fram í komandi kjarasamningum og teljum við mikilvægt að ekki verði kvikað frá því að lagfæra launataxta verkafólks svo sómi sé af.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Svava Ragna Hallgrínsdóttir: „Ég er komin í þessi þrjú hundruð þúsund eftir eftir tuttugu og tveggja ára starfsreynslu en fæ útborgað um það bil 250 þúsund fyrir 80% vinnu. Ég borga 160 þúsund í leigu hjá félagsbústöðum, en hún er vísitölutengd og hefur hækkað á milli mánaða.“

Ég hef sagt það í ræðu, riti og á opinberum vettvangi á liðnum árum að það er Samtökum atvinnulífsins, verkalýðshreyfingunni og í raun þjóðfélaginu í heild sinni til skammar að bjóða verkafólk upp á launataxta sem duga engan veginn fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar.

Það er líka mjög mikilvægt að samið verði síðan um fasta krónutölu til handa þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum m.a. til að tryggja að efrilög samfélagsins taki ekki til sína hundruð þúsund króna launahækkanir eins og gerst hefur á liðnum misserum. Prósentulaunahækkanir eru aflgjafi misskiptingar, óréttlætis og gera ekkert annað en auka á ójöfnuð á íslenskum vinnumarkaði.

Samhliða þessum breytingum á launatöflum verkafólks þarf að ráðast í róttækar kerfisbreytingar, kerfisbreytingar þar sem skatta- barna og vaxtabótakerfið verði lagfært sem og tekið verði á okurvöxtum, verðtryggingu og húsnæðisliðurinn fari úr lögum um vexti og verðtryggingu. Einnig verður að koma böndum á þá græðgisvæðingu sem hefur heltekið húsnæðis-og leigumarkaðinn, en það er hægt að gera með þjóðarátaki í húsnæðismálum í anda gamla verkamannabústaðakerfisins.

Það er óhætt að segja að það stefni í erfiðan og krefjandi kjaravetur en það er ljóst að lágtekjufólk á Íslandi hefur fengið nóg og nú verður látið sverfa til stáls til við að lagfæra kjör þeirra!

Höfum ekki efni á því að veikjast


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: