- Advertisement -

Flugvöllur ræður löndun botnfiska

Sjávarútvegur „…annað hvert tonn bolfisks sem berst á land til vinnslu er nú unnið í fiskvinnslu sem er í minna en einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Sundahöfn og Keflavíkurflugvelli.“

Þetta er meðal þess sem má lesa í nýrri úttekt Íslenska sjávarklasans, um efnahagsleg og afkomu sjávarútvegsins. Þar er talað um ákvörðun Vísis  í Grindavík um að loka að þremur starfsstöðum sínum, á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri, og færa alla starfsemi fyrirtækisins til heimahafnar í Grindavík.

„Ákvörðunin vakti víða hörð viðbrögð enda mikið viðbrigði og áfall fyrir byggðarlögin þrjú. Öldurnar hafa lægt nokkuð síðan í byrjun árs 2014 enda hefur að mestu verið leyst úr erfiðri stöðu atvinnumála í byggðarlögunum þremur í kjölfar ákvörðunarinnar. Með ákvörðun Vísis var stigið enn eitt skrefið í mikilli landfræðilegri samþjöppun fiskvinnslunnar sem segja má að staðið hafi yfir sleitulítið síðasta aldarfjórðunginn,“ segir í skýrslu Sjávarklasans.

 

Landfræðileg samþjöppun

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðan um 1990 hefur átt sér stað gríðarlega mikil og afgerandi tilfærsla á landfræðilegri staðsetningu fiskvinnslunnar. Þessi landfræðilega samþjöppun hefur átt sér stað samhliða samþjöppun aflaheimilda og sameiningum fyrirtækja í greininni. Þá er hún einnig til komin vegna aukinna fjárfestinga í stórtækari og hagkvæmari vinnslubúnaði.

Rannsóknir Íslenska sjávarklasans á þessum miklu sviptingum í landfræðilegri dreifingu fiskvinnslunnar hafa meðal annars leitt það í ljós að annað hvert tonn bolfisks sem berst á land til vinnslu er nú unnið í fiskvinnslu sem er í minna en einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Sundahöfn og Keflavíkurflugvelli.

Uppsjávarfiskurinn fyrir austan

„Fyrir 20 árum síðan var aðeins þriðja hvert tonn bolfisks sem barst á landi til vinnslu unnið á þessu svæði. Bolfiskvinnslan færist því í síauknum mæli nær sunnanverðum Faxaflóa og út á Suðurnes. Á sama tíma er nú nær allur uppsjávaraflinn unninn á Mið-Austurlandi, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Í uppsjávargeiranum hefur hin landfræðilega samþjöppun fiskvinnslunnar því einnig verið mjög afgerandi síðastliðin 20 ár – og raun meira afgerandi en í bolfiskvinnslunni vegna eðlis þeirrar framleiðslu. Sjö bæjarfélög taka nú á móti meira en áttatíu prósent uppsjávaraflans til vinnslu ár hvert.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: