- Advertisement -

Lítilsvirðing og mannvonska

Ásta Lóa Þórsdóttir:
Við hvað eru stjórnvöld hrædd?

Ásta Lóa Þórsdóttir skrifar:

Það er hrein og klár lítilsvirðing og allt að því mannvonska, gagnvart þeim þúsundum einstaklinga sem í þessum hremmingum lentu, að hunsa ákall þeirra um áheyrn, hjálp og rannsókn og erfitt að trúa því að óreyndu að nokkur þingmaður vilji standa í vegi fyrir réttlæti með þeim hætti.

Hagsmunasamtök heimilanna beina því til Alþingismanna að hefja sig yfir pólitík og flokka í þessu mikilvæga máli, því það getur enginn, hvorki flokkur né tiltekinn stjórnmálamaður, verið þess virði að láta skelfingar 15.000 heimila afskiptalausar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það eru 11 ár frá hruni. 15.000 heimili hafa tekið á sig skömm sem ekki var þeirra. Það er kominn tími til að skila henni þangað sem hún á heima og veita þeim uppreist æru.

Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna – fyrir heimilin og hagkerfið!“
——————————–
Við hvað eru stjórnvöld hrædd?
Hvað er það sem ekki má koma fram í dagsljósið?

Frá hruni hefur Alþingi látið gera skýrslur um aðdraganda hrunsins, um Íbúðalánasjóð, um Sparisjóðina og um einkavæðingu bankanna.

ENGIN rannsókn hefur farið fram á afdrifum heimilanna eftir hrun og ástæðum þess að 12 – 15% heimila landsins voru gleypt af bönkunum, með skelfilegum afleiðingum fyrir tugþúsundir einstaklinga, heimilin sjálf og síðast en ekki síst, hagkerfið!

Uppgjör VERÐUR að fara fram!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: