- Advertisement -

Með sama erindi og Viðreisn

Gunnar Smári:

Ég hef hlustað á tvö viðtöl við Kristrúnu Frostadóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, og heyri að kenningar fólks um að framganga hennar innan flokksins sé merki þess Samfylkingin sé að færa sig til vinstri á sér enga stoð. Kristrún talar fyrir stefnu sem vel rúmast innan Viðreisnar eða þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem kallar sig frjálslyndan á góðum degi. Ég heyri ekkert um verkalýðs- eða stéttabaráttu í þessum viðtölum, ekkert um hvernig skrúfa eigi niður ofurvald auðvaldsins, ekkert um þá grunnhugmynd vinstrisins að innan samfélagsins séu átök milli þeirra sem ekkert eiga og þeirra sem eiga mikið og vilja eignast meira. En kannski er ég spilltur orðinn af því að horfa á heiminn frá vinstri og hættur að geta greint á milli þess hárfína munar sem á milli kratisma og kapítalisma. Ég heyri ekki betur en Kristrún sé með sama erindi og Viðreisn: Okkur er betur treystandi til að verja kapítalismans og vald auðsins en Íhaldinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: