- Advertisement -

Menntun réttlætir ekki hærri laun

Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra.

Kári Stefánsson skrifaði á Facebook:

Það felst ekkert réttlæti í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla. Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: