- Advertisement -

Norðausturkjördæmi: Sósíalistar minnstir en vaxa hraðast

Gunnar Smári.

Bæjarins besta á Ísafirði heldur áfram að birta niðurbrotnar upplýsingar úr könnun MMR, nú er komið að Norðausturkjördæminu. Þar tapa Sjálfstæðisflokkur og VG miklu, þó þar sé ekki sama hrunið og í Norðvestri. Miðað við þessar niðurstöður, sem eru byggðar á helst til of litlu úrtaki til að hægt sé að trúa þessu sem nýju neti, fengju Miðflokkur, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og VG tvo kjördæmakjörna menn en Samfylkingin einn. Bæjarins besta reiknar þingmannafjöldann vitlaust, gleymir af einhverjum ástæðum Samfylkingunni.

Sósíalistaflokkurinn mælist með 3,1% fylgi í kjördæminu, sem er ekki mikið en verður að teljast harla gott fyrir flokk utan þings sem varla hefur hafið starf í kjördæminu. Þar sem könnunin sýnir tiltölulega litla breytingu á fylgi flokkanna getum við skoðað hreyfinguna sérstaklega og þá kemur þetta í ljós:

  • Sósíalistaflokkurinn: +3,1 prósentur
    Framsókn: +2,7 prósentur
    Miðflokkurinn: +1,3 prósentur
    Viðreisn: +1,2 prósentur
    Flokkur fólksins: +0,9 prósentur
    Samfylkingin: +0,6 prósentur
    Píratar: +0,3 prósentur
  • Sjálfstæðisflokkur: -5,2 prósentur
    VG: -5,2 prósentur

Sósíalistaflokkurinn er kannski enn minnstur í Norðaustri en hann stækkar hraðast, hinir flokkarnir ættu að passa sig.

Annars er þetta staðan í kjördæminu samkvæmt þessum tölum úr könnun MMR:

  • Miðflokkurinn: 19,9%
  • Framsókn: 17,0%
  • Sjálfstæðisflokkur: 15,1%
  • VG: 14,7%
  • Samfylkingin: 14,5%
  • Píratar: 5,8%
  • Flokkur fólksins: 5,2%
  • Viðreisn: 3,3%
  • Sósíalistaflokkurinn: 3,1%
  • Annað: 1,9%

Í gær kom fram hjá Bæjarins besta að Miðflokkurinn er stærstur í Norðvestri og nú að hann er líka stærstur í Norðaustri. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag stærstur þar, en í þessum tölum er hann í þriðja sæti. Það stefnir því í að Bjarni Benediktsson sé ekki aðeins að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í sögulegt tap út frá heildarfylgi, heldur að flokkurinn sé að missa stöðu sína í samanburði við hina flokkanna, að hann verði ekki lengur stærstur í öllum kjördæmum þrátt fyrir mikið tap, vegna þess að hinir flokkarnir tapi líka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: