- Advertisement -

Ógæfa Íslands að Davíð hafi ekki orðið forseti?

Gústaf Skúlason skrifar grein á síðu Útvarps Sögu. Hluti greinarinnar er um Davíð Oddsson:

„Það er mikil ógæfa fyrir Ísland að hafa ekki kosið Davíð Oddsson til forseta, því fyrir utan að það hefði sparað þjóðinni góðan skilding, þar sem Davíð hefði ekki þegið forsetalaunin, þá hefði valist til embættis einn heiðarlegasti og farsælasti stjórnmálamaður í allri sögu íslenska lýðveldisins. Fjallkonan í handjárnum vinstristjórnarinnar neyddist til, líkt þekktri víkingakonu, að vera þeim verst er hún unni mest.

Ekki er samt útilokað að verði sviptingar í íslenskum stjórnmálum sem fyrr eða síðar koma, þegar þjóðin rumskar, að Davíð Oddsson fáist til ráðgjafar um stefnu í mikilvægustu málum landsmanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: