- Advertisement -

„Ömurlegt að hlusta á forríka eigendur skipafélaganna“

Jón Örn Marinósson skrifaði:

Íslendingar geta ekki skorist undan því að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloft jarðar. Mér þótti gott að heyra í sjónvarpsfréttum í gær að hvorki utanríkisráðherra né innviðaráðherra sjá ástæðu til fyrir íslensk stjórnvöld að sækja um undanþágu fyrir „íslenska“ farskipaflotann frá greiðslu mengunarskatts. Ömurlegt að hlusta á forríka eigendur skipafélaganna kvarta undan þessum væntanlegu álögum og hóta því að senda reikninginn á viðskiptavini sína í stað þess að sjá aðeins lægri hagnaðartölur og bretta jafnframt upp ermarnar og leita leiða til að draga úr loftmengun vegna brennslu jarðefnaeldsneytis. Það er eins og þessir menn sjái ekki lengra en fram á næsta rekstrarár. Engu líkara en þeir átti sig ekki á að framtíð og velferð afkomenda þeirra – og viðskiptavina – veltur á því að nú sé gripið í taumana. (Og svo mætti setja í langt mál um mengun og náttúruspjöll vegna stjórnlausrar ferðaþjónustu á Íslandi – en látum gott heita að sinni.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: