- Advertisement -

Óskapnaður Sigurðar Inga verður til

Sigurjón Magnús Egilsson:

Fyrir ekki svo mörgum árum stofnuðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til innanríkisráðuneytis. Sem reyndar hið mesta flipp.

Ný ríkisstjórn sömu flokka verður kynnt á morgun. Langan tíma hefur tekið að endurnýja sáttmála flokkanna þriggja. Síðast voru stór mál skilin eftir. Henta út af borðinu. Sama mun eflaust gerast núna. Og þá helst málum Vinstri grænna. Rétt eins og síðast.

Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Það færir flokknum eitt ráðherraembætti til viðbótar. Það eitt dugar ekki. Sigurður Ingi sat í veigaminna embætti en hinir formennirnir tveir. Nú á að bæta úr því. Til á að verða furðuráðuneyti til bráðabirgða.

Ekki af því að þörf er fyrir það. Jú, til að fullnægja löngunum Sigurðar Inga. Engin önnur ástæða er til að stofna ráðuneytið. Vitað er að það verður yddað niður aftur við fyrsta tækifæri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nei, bara vegna þess að Framsókn þarfnast þess.

Fyrir ekki svo mörgum árum stofnuðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur til innanríkisráðuneytis. Sem reyndar hið mesta flipp.

„Ég er sammála þeirri hugmynd að innanríkisráðuneytið sé of stórt og að þar séu í eðli sínu of ólík mál,“ sagði þessi sami Sigurður Ingi í þingræðu í janúar 2017.“ „Ég hef verið þeirrar skoðunar, og hélt hér nokkrar ræður um það árið 2011, að margt sem þá var gert hafi ekki endilega verið skynsamlegt. Og ekki hefur allt reynst vel,“ sagði Sigurður Ingi.

„Hafi ekki verið skynsamlegt,“ sagði verðandi ráðherra í skrapráðuneytinu. Samt á að endurtaka vitleysuna. Breytingarnar verða ekki vegna þess að stjórnsýslan þarfnist þess. Nei, bara vegna þess að Framsókn þarfnast þess.

Sigurður Ingi sagði þingheimi sögu: „Ég ætla að segja ykkur örstutta sögu… Fyrir nokkrum árum var ég á Möltu á ráðstefnu sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsins. Þar var sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins, Maltverji nokkur, Karmenu Vella, sem ég átti ágæt samskipti við dagana eftir ráðstefnuna. Við Íslendingar höfum talað um að Ísland geti ekki tekið við þeim 2 milljónum ferðamanna ferðamönnum sem hingað koma, en Malta er á stærð við Holuhraun, 0,6% af Íslandi, og þangað koma sem sagt 3 milljónir ferðamanna á ári. Vella sýndi mér ferðaþjónustuna á eyjunni og sagði: „Við gerðum þau mistök þegar ferðaþjónustan byrjaði að blómstra á Möltu, þar sem býr 400 þúsund manna þjóð með 3 milljónir ferðamanna, að við settum ferðamálin inn í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.“ Ég renndi bara fyrir munninn og sagði ekki neitt. Hann hélt áfram: „Svo sáum við að okkur og til þess að geta tekist á við þessa atvinnugrein sem spilar inn í svo margt í samfélaginu í ráðuneytunum settum við á laggirnar sérstakt ráðuneyti í kringum þessa stærstu atvinnugrein okkar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: