- Advertisement -

„Peningar eru sameiginleg auðlind“

Ólafur Þórarinsson skrifaði:

Það er óhuggulegt að það skuli þykja sjálfsagður hlutur að laun fyrir stjórnarstörf séu margföld á við laun annars fólks án þess þó að nokkur rök séu fyrir því önnur en „gríðarleg ábyrgð“ sem við höfum nú einum of oft séð hver er. Hver ber ekki ábyrgð?.

Það er augljóst í mínum huga að ef þér finnst eðlilegt að þinn hlutur sé margfalt það sem þú þarft til að lifa góðu lífi ertu með illvígann fíknisjúkdóm og því skaðlegur umhverfi þínu því þessi meinsemd ágerist undantekningarlaust.

Það er sama hvernig þú snýrð dæminu, því meira sem þú hrifsar til þín takmarkarðu möguleika annara til að komast af.

Peningar eru sameiginleg auðlind

sem við jarðarbúar þurfum að deila með okkur.

Hinn ömurlegi sjúkdómur sem græðgin er útilokar lífsmöguleika hluta jarðarbúa og vegna valdsins sem fylgir auðsöfnun mun engin mannlegur þroski verða svo við spólum í sömu forarvilpunni um ókomna tíð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: