- Advertisement -

Samfylkingin fór út af sporinu

Stjórnmál „Hvar fór Samfylkingin út af sporinu? Hún fór út af sporinu við að verða kerfisflokkur, verða einsog og aðrir stjórnmálaflokkar. Þegar ég tók þátt í að stofna Samfylkinguna þá vorum við mörg sem vildum að Samfylkingin yrði allt öðruvísi, svipaður flokkur og Björt framtíð er að reyna að skilgreina sig. Þeir sem hafa verið talsmenn flokksins á þingi koma úr allt annarri átt.“ Þetta sagði Stefán Jón Hafstein, sem tók þátt í að stofna Samfylkinguna, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni fyrir viku.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var gestur sama þáttar í dag. „Ég er að vissu leyti sammála Stef‘áni Jóni um þetta. Þegar ég fór í formannsframboðið talaði ég mikið fyrir þeirri hugmynd að Samfylkingin yrði að rækta sínar fjölbreyttu rætur. Þegar ég var ungur maður, og var að skipta mér af stjórnmálum í þeim litlu flokkum sem þá voru á vinstri væng stjórnmálamanna var þetta svo einsleitt. Ég hreyfst af því þegar Samfylkingin varð til að geta mætt á fjölmenna fundi þar sem kom saman ótrúlega ólíkt fólk úr öllum áttum.“

Er það hlutverk formanns Samfylkingarinnar að koma flokknum aftur upp á sporið, sporið sem flokkurinn fór af?

„Já, og ég tel að við séum á mjög góðri leið, ef mið er tekið af niðurstöðu kosninganna um síðustu helgi.

Hér er allt viðtalið við Árna Pál.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: