- Advertisement -

Samfylkingin hefur engar sjálfstæðar hugmyndir

Gunnar Smári skrifar:

Þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem rætt var um vegna ríkisábyrgðar, Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir, nefndu aðeins þennan fyrirvara, að málið stæðist samkeppnislög. Svo er komið fyrir þeim flokki. Hann hefur engar sjálfstæðar hugmyndir um réttlæti, um skilyrði fyrir fjáraustri úr almannasjóðum, hvern er í raun verið að styrkja, hvort réttlætanlegt sé að ríkið styrki union-busters, hvort eignir félagsins og framtíðarplön stjórnenda séu nokkurs virði, hvort ríkið eigi að styrkja lánardrottna einkafyrirtækja o.s.frv.

Eina krafan sem hann gerir er að stóri bróðir ESB, sem því miður er nú orðið lítið annað en hagsmunasamband stórkapítalsins í Evrópu, samþykki málið. Og þar sem ESA hefur blessað málið er Samfylkingin on board. Svona fer fyrir flokkum sem útvista pólitískri umræðu, í tilfelli Samfylkingar til ESB. Þegar mál á borð við ríkisábyrgð til Icelandair kemur inn á borð flokksins er hann blankur og svarar: Ef þetta er innan leikreglna hins kapítalíska samfélagsins sem stofnanir hins kapítalíska samfélagsins hafa eftirlit með eftir þeim reglum sem stórkapítalið setur sér, þá gerum við að sjálfsögðu engar athugasemdir. Lifi bylting stórkapítalsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: