- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur fær heilbrigðismálin

„Við höfum öll verið sammála um það, og nú er ég að vísa til stjórnarflokkanna, að við göngum öll óbundin til kosninga. Við erum ekki í kosningabandalagi. En ég segi það, þetta stjórnarsamstarf hefur auðvitað gengið bara ágætlega og betur en margir spáðu hér í upphafi. Það væri í meira lagi einkennilegt ef við ræddum ekki saman – ef við höldum meirihluta – hvort það væri flötur að halda áfram.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í Mogga dagsins. Blaðamaður Moggans skrifar:

„Ljóst er að einn mesti ágreiningurinn sem komið hefur upp á yfirborðið á kjörtímabilinu milli stjórnarflokkanna lýtur að embættisfærslu heilbrigðisráðherra sem lítur á einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sem eitur í beinum. Katrín segir að VG hafi talað fyrir þeirri áherslu í kosningunum 2017 að styrkja þyrfti grundvöll opinbera heilbrigðiskerfisins og því sé umræðan um þetta mál nokkuð „öfugsnúin“. Líta beri til þess að heilsugæslan sem fyrsti viðkomustaður fólk innan kerfisins hafi verið efld til muna.“

Svandísi verður fórnað.

Bjarni Benediktsson hefur sagst vilja fá bæði félagsmálin og heilbrigðismálin í næstu ríkisstjórn. Og jafnvel forsætisráðuneytið líka. Aftur að Moggaviðtalinu og kröfu Bjarna um að taka heilbrigðismálin af Vinstri grænum og einkum Svandísi Svavarsdóttur.

„Spurð út í gagnrýni á þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og flokkssystur hennar, að senda fólk í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar þar sem einkaaðilar sinni verkinu í stað þess að semja við íslensk fyrirtæki um þjónustuna, bendir Katrín á að nú sé verið að koma upp liðskiptasetri við sjúkrahúsið á Akranesi. Hún vék sér undan að svara spurningu um hvort að í því fælist sóun á opinberu fé að senda fólk í aðgerðir sem kosti tvöfalt það sem kosta myndi að framkvæma slíkar aðgerðir hér heima.

Hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort VG muni gera kröfu um að halda áfram á lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu, verði flokkurinn í meirihluta að kosningum loknum.“

„Það liggur ekkert fyrir um það hvaða ráðuneyti við myndum gera kröfu um. Og það hangir auðvitað bara líka á hvernig ríkisstjórn verður mynduð. Þið eruð búnir að ræða það hér hversu flókið úrlausnarefni það getur orðið og þá sér hver maður það í hendi sér að það er illa hægt að fara að skipuleggja einhver ráðuneyti og hvernig þau raðast niður á einstaka flokka,“ segir hún, sérstaklega spurð út í þá óeiningu sem vart hefur orðið í stjórnarliðinu vegna ákvarðana heilbrigðisráðherra sem miða að því að draga úr einkarekstri í heilbrigðisþjónustu.

Höfundur er blaðamaður og á löngum biðlista hjá verkjateymi Landspítalans, og hefur verið lengi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: