- Advertisement -

Það á að tala um hlutina eins og þeir eru

Bolli Héðinsson hagfræðingur skrifaði:

Ætla íslenskir lífeyrissjóðir að hætta fé almennings í slíkan rekstur?

Laun flugstéttanna hjá Icelandair hafa hækkað langt umfram það sem eðlilegt getur talist og eru út úr korti við það sem gerist hjá launþegum almennt. Þetta hefur gerst af þeirri einföldu ástæðu að stéttirnar eru í lykilstöðu til að stöðva starfsemi félagsins með verkfalli. Það eru aðrar stéttir Icelandair ekki í jafn auðveldri stöðu til að gera og því hafa þeir starfshópar þurft að láta sér nægja almennar launahækkanir í samfélaginu.
Ef launakostnaður er jafn hár og raun ber vitni þá leiðir það aðeins til hærri fargjalda. Hærri fargjöld draga úr samkeppnishæfni Icelandair og á endanum hlýtur það að enda illa. Þetta getur tekið tíma og á meðan eru einhverjir sem maka krókinn.
Ætla íslenskir lífeyrissjóðir að hætta fé almennings í slíkan rekstur?
Ráðamenn Icelandair gætu látið sverfa til stáls og ráðið flugmenn frá öðrum stéttarfélögum flugmanna, innlendum eða erlendum, einmitt núna þegar flugmönnunum hefur flestum verið sagt upp svo samningur þeirra um einkarétt til vinnu hefur takmarkað gildi. Þannig er til annað félag atvinnuflugmanna hér á landi, Íslenska flugmannafélagið (ÍFF) og þau kjör sem það félag hefur samið um hafa alls ekki þótt slæm, nema síður væri. Allavega hefur sýnt sig að mikill fjöldi íslenskra flugliða hefur sóst eftir að starfa á þeim kjörum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: