- Advertisement -

Það eru gullaaldar tímar

Fólk Davíð Oddsson reynir að taka við þar sem Nóbelsskáldið hætti. Eða hvað? Þessi tilvitnun í Reykjavíkurbréf Davíðs er þess virði að vera lesin.

Í hinu fræga kvæði er eins og Halldór Laxness sjái fyrir sér að sumardagurinn fyrsti í verkalýðsbaráttu sé að renna upp. Eftir að Halldór hefur lýst erfiðum tímum og atvinnuþrefi kveður við nýjan tón: „En í kveld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól, það er maísólin hans.“ Þegar Halldór birtir kvæðið í „Rauða fánanum“ heitir það „Seinasti apríl.“ Þá er árið 1936. Áhrifa heimskreppunnar gætir enn, einnig á Íslandi og það er haftatími. Orðið hefur aðra og alvarlegri merkingu en sama orð þegar það er notað um þessar mundir. Atvinnuástandið var mjög ótryggt. Laun voru lág. Margir þeirra sem þó höfðu vinnu bjuggu við sífellda óvissu um hvort þeir hefðu hana á morgun. Og aðrir, sem eru öruggari um sína vinnu, t.d. við bústörf um land allt, fengu að minnstum hluta greitt fyrir erfiði sitt með beinhörðum peningum. Þar varð veruleg breyting á með hernámi landsins, sem flokka má sem efnahagslegan happadrátt, hvað sem má segja um það að öðru leyti. Hefði maístjörnuskáldið horft tæp áttatíu ár fram í tímann í nýju 4. erindi ljóðsins og borið hann við fæðingarár kvæðisins og árangur kjarabaráttunnar síðan, hefði hann þá sagt: „Það eru gósen ár góð, það eru gullaldar tímar.“ Vandi er um slíkt að spá.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: