- Advertisement -

Þingmaður með von í brjósti

Einn hvetur til samstöðu alls þingheims að baki núverandi ríkisstjórn. Annar spyr, hvers vegna ætti svo að vera.

„…hvers vegna ég sem þingmaður í stjórnarandstöðu og í gagnrýnishlutverki ætti að taka höndum saman með ríkisstjórninni þegar vinnubrögðin þar eru enn gömul miðað við að við erum enn þá hér að reyna að útskýra fyrir dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hvað þau gerðu rangt við skipun dómara, uppreist æru og feluleik með skattaskjólaskýrslur,“ spurði Píratinn Björn Leví Gunnarsson Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG á Alþingi í gær.

Tilefnið er grein sem Kolbeinn mun hafa skrifað þar sem dreymir um samstöðu allra þingmanna með núverandi ríkisstjórn.

Björn Leví sagði svo: „Hver ber ábyrgð á því að stunda betri vinnubrögð? Sá sem er í hlutverki gagnrýnanda eða sá gagnrýndi? Þó að gagnrýnin sé kannski ómálefnaleg, verður svarið samt ekki að vera málefnalegt?“

Kolbeinn svaraði og sagði meðal annars: „Af hverju ætti háttvirtur þingmaður að taka höndum saman með okkur? Hann verður að eiga það við sjálfan sig. Við bætum ekki né breytum vinnubrögðum á Alþingi fyrr en við tökum öll höndum saman, fyrr en við erum öll tilbúin til að setjast niður og ræða hvernig við ætlum að gera hlutina. Sjálfur ber ég mikla von í brjósti. Ég mun í það minnsta rétta út höndina og ég vona að fólk geti tekið höndum saman til að bæta vinnubrögðin á Alþingi og í stjórnmálum almennt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: