- Advertisement -

Til viðræðna við Samtök atvinnulífsins

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Í ljósi þess að 53 þúsund manns á hinum almenna vinnumarkaði hafa misst vinnuna að öllu leiti eða hluta til höfum við ákveðið að hefja formlegar viðræður við SA um leiðir til að verja kjarasamninginn okkar, kaupmáttinn og störfin.

Eitt af verkefnum stéttarfélaga er að verja atvinnuöryggi og lífsafkomu sinna félagsmanna og því ábyrgðarlaust að sitja með hendur í skauti í þessum fordæmalausu aðstæðum sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði. Ástandið versnar dag frá degi og líklegt að mánaðamótin verði þau svörtustu í sögu hreyfingarinnar og því ekki eftir neinu að bíða við að verja atvinnuöryggi okkar félagsmanna.

Markmiðið er að finna leiðir til að verja stöðu okkar fólks og fá stjórnvöld að borðinu líka.

Við getum ekki horft aðgerðalaus upp á að 37% af launafólki á hinum almenna vinnumarkaði er komið á atvinnuleysisbætur að fullu eða hluta og slíkt aðgerðaleysi er ábyrgðarlaust, enda verðum við í þríhliða samkomulagi að finna leiðir til að verja störfin, verja kaupmáttinn og verja Lífskjarasamninginn

Þau stéttarfélög ásamt Verkalýðsfélagi Akraness sem hafa ákveðið að fara í þessa vinnu eru VR Landssambandi verslunarmanna og Framsýn stéttarfélag en þessi fara með umboð um 47 þúsund félagsmanna.

Markmið með þessu samtali er eins og áður sagði að verja störfin, verja kaupmáttinn, verja Lífskjarasamninginn og verja heimilin.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: