- Advertisement -

Veggjöld beinlínis til að draga úr umferð

„Veggjöld eru alls konar. Einfalda leiðin til að gagnrýna frumvarpið er að segja að enn einu sinni eigi að auka álögur á fólk og verið að gefast upp á sameiginlegri fjármögnun. Það væri ekki rétt gagnrýni því að veggjöld eru eitt og veggjöld eru annað,“ sagði stjórnarþingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé í þingræðu um álagningu vegaskatta, eða veggjalda eins og þingmenn kjósa að nefna hinn nýja og væntanlega skatt.

„Það eru til veggjöld sem eru flýti- og umferðargjöld, eins og talað er um í höfuðborgarsamningnum, sem eiga beinlínis að liðka fyrir umferð. Síðan eru til hreinræktuð græn veggjöld sem eiga að hafa það yfirlýsta markmið að draga úr umferð, að færri nýti sér umferðarmannvirkin sem þarf að borga fyrir að nýta. Svo eru til framkvæmdaveggjöld. Það eru þau sem er verið að horfa til þar sem framkvæmdaveggjöldin eða veggjöldin eigi að standa undir hluta af framkvæmdinni eins og hér er búið um. Ég bið okkur öll, sem taka þátt í þeirri mikilvægu umræðu um framtíðarfyrirkomulag umferðarmála og gjaldtöku í þeim, að tala um það af ábyrgð og horfa til þess að margar ólíkar leiðir eru í því,“ sagði þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: