- Advertisement -

Verkalýðsbarátta er há-pólitísk barátta

Leiðar Sólveigar Önnu í nýjasta tölublaði félagsblaðs Eflingar.

„– Barátta verkafólks átti aldrei að einskorðast við það að sitja við samningaborð og ræða um launaprósentur; verkalýðshreyfingin er stofnuð til að berjast fyrir stórkostlegum samfélagslegum breytingum. Verkalýðsbarátta var í hugum þeirra sem stofnuðu hreyfinguna alhliða barátta fyrir lífskjörum alþýðunnar.

– Og baráttan er sú sama í dag. Við berjumst fyrir öruggu og góðu húsnæði á eðlilegum kjörum. Við berjumst fyrir ókeypis heilbrigðiskerfi. Við berjumst fyrir jafnrétti á milli karla og kvenna, þeirra sem fæðast hér og þeirra sem hingað flytja. Við berjumst fyrir skólakerfi sem byggir á hugsjóninni um að öll börn eigi rétt á að vera mætt með skilningi og gæsku. Við berjumst fyrir því að gamalt fólk geti notið tilverunnar. Við berjumst fyrir samfélagi þar sem öryrkjar fá að lifa með reisn, frjáls undan bugandi áhyggjum af fjárhag og afkomu. Við berjumst fyrir samfélagi þar sem þarfir fólks, ekki fjármagns, eru ávallt í fyrirrúmi.

Þess vegna er verkalýðsbaráttan há-pólitísk barátta. Þess vegna beinir hún kröfum sínum ekki aðeins til eigenda atvinnutækjanna og fjármagnsins heldur einnig og af sömu alvöru til stjórnvalda. Með markvissri baráttu og kröfum til þeirra sem ber skylda til að hlusta á okkur getum við skapað betra líf fyrir okkur öll og skapað réttlátt samfélag. Það eina sem þarf er trúin á samvinnu og samstöðu. Það kennir saga verka- og láglaunafólks okkur.
Það er staðreynd.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: