- Advertisement -

Veruleikafirring forréttindapésa

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Jæja, nú segir forstjóri Haga að fækka þurfi störfum og taka upp sjálfsafgreiðslu ef laun hækka of mikið. Til upplýsinga þá eru 18 og 19 ára einstaklingar í verslun samkvæmt launataxta VR með 257 þúsund á mánuði en 20 ára og eldri eru með 276 þúsund á mánuði í dagvinnu.

Hins vegar var forstjóri Haga með árið 2016 samkvæmt tekjur.is 6,1 milljón í laun en það var ekki allt því hann var með 63 milljónir í fjármagnstekjur samtals voru laun forstjórans 11,3 milljónir á mánuði og heildartekjur forstjóra Haga árið 2016 voru „litlar“ 136 milljónir. Sem sagt 40 föld dagvinnulaun verslunarfólks. Veruleikafirring þessa efnahagslegu forréttindapésa ríður ekki við einteyming.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: