- Advertisement -

VG og Samfylkingin hafa gleymt upprunanum

Þeir hafa bent hvernig flokkarnir hafa fjarlægst uppruna sinn.

Eftir að hafa lesið nýja grein á styrmir.is er upplagt að endurbirta þessi skrif.

Styrmir Gunnarsson skrifar um stjórnmálaflokkana í grein sinni í Morgunblaði dagsins. Hann segir meðal annars:

„Í ljós hefur komið að fyrr­um flokk­ar jafnaðarmanna og sósí­al­ista, sem áður byggðu fyrst og fremst á fylgi fé­lags­manna verka­lýðsfé­lag­anna, hafa misst tengsl við þá kjós­enda­hópa og af­leiðing­in er sú að þeir eru ófær­ir um að end­ur­spegla viðhorf, skoðanir og til­finn­ing­ar þeirra kjós­enda­hópa.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað hefur breyst? Miðjan hefur áður fjallað um þetta sama mál, eða svipað. Þá hafði Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, verið í viðtali við, Jón Orm Halldórsson, í þættinum Samtal á rás 1. Þar sagði Eiríkur, um þetta sama mál að í forystu fyrir þessa flokka, þegar líða tók á tuttugustu öldina, hafi komið allt annarskonar fólk. Langskólagengnir menntamenn, fólk sem hefur áhuga á fleiru heldur en stéttabaráttunni, launabaráttunni, lífskjarabaráttunni. Það fólk er með áhuga á umhverfisvernd, jafnréttismálum, lýðræðisumbótum og svo framvegis.

Styrmir skrifar í grein dagsins: „Hinir hefðbundnu flokk­ar og að sumu leyti arf­tak­ar þeirra (Sam­fylk­ing og VG) ættu að hug­leiða, hvort leiðin út úr þeirri sjálf­heldu, sem flokk­arn­ir eru óneit­an­lega í, geti ekki verið sú lýðræðis­lega leið að efna til op­inna umræðna í þeim öll­um og sjá til hvers slík­ar umræður leiða. Full­yrða má að al­menn­ir flokks­menn í þess­um flokk­um vilja slík­ar umræður, þótt þeir fari sér hægt við slíka kröfu­gerð vegna kurt­eisi og til­lits­semi við for­ystu­menn sem standa í ströngu.“

Eiríkur sagði að auðvitað teljist það fólk til verkalýðs, fólk sem lifir af launum sínum. „Fólk sem er tveimur launatékkum frá fjárhagsvandræðum. Sósídemókratískuflokkarnir gleyma þessu.“

Styrmir skrifar: „Það er líka um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þessa lýðræðis­sinnuðu flokka, hvort lýðræðis­legri vinnu­brögð inn­an þeirra mundu kannski koma að gagni.“

Og að lokum þessi setning frá Styrmi: Um þenn­an veru­leika er ekki rætt, hvorki „hjá Sam­fylk­ingu né Vinstri græn­um.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: