- Advertisement -

VG vilja hækka veiðigjöldin á þá stóru

Ljóst er að staða sjávarútvegsfyrirtækja er mun betri nú en þegar núverandi hlutfall veiðigjalds var ákveðið og því tímabært að hækka það til samræmis.

Vinstri græn.

Vinsri græn hafa samþykkt að hækka veiðigjöld á stóru útgerðirnar.

„Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn 11. febrúar 2023 leggur áherslu á hækkun veiðigjalda á sjávarútvegsfyrirtæki, þar sem sérstaklega er tekið tillit til smærri útgerða. Undanfarin ár hafa reynst mjög gjöful fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og afkoma batnað verulega samkvæmt árlegum tölum Hagstofunnar. Ljóst er að staða sjávarútvegsfyrirtækja er mun betri nú en þegar núverandi hlutfall veiðigjalds var ákveðið og því tímabært að hækka það til samræmis. Sjávarútvegur gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku atvinnulífi en það er sanngirnismál að arðinum sem sprettur af nýtingu sameiginlegrar auðlindar í eigu þjóðarinnar sé skipt á réttlátari hátt en nú er.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: