- Advertisement -

Vill skýrsluna um Lindarhvol

„Ég hvet þingmenn til þess að leita eftir því að fá fyllri mynd af þessari atburðarás allri saman…“

„Þegar við ræðum afmarkaða rannsókn á öðrum áfanga í sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka — raunar afskaplega afmörkuð athugun þegar litið er til sölu á hlutabréfum Íslandsbanka yfir höfuð og ég tala nú ekki um sölu á ríkiseignum — vil ég hvetja hv. þingmenn til að þrýsta nú á um það að skýrsla um Lindarhvol verði birt. Sú skýrsla var, að því er mér skilst, tilbúin löngu áður en rannsókn á Íslandsbanka hófst. Ríkisendurskoðandi hafði lokið störfum við vinnu þeirrar skýrslu löngu áður en hafist var handa við rannsóknina á Íslandsbanka. Við höfum ítrekað fengið að heyra að von væri á að skýrslan yrði birt. Svo hefur því verið frestað viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár og þetta er skýrsla sem fjallar um hvernig farið var með flestar þeirra eigna sem ríkið tók við sem stöðugleikaframlögum frá föllnu bönkunum. Íslandsbanki var ein þeirra eigna en flestar eignanna voru í umsýslu Lindarhvols,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki.

„Ég hvet þingmenn til þess að leita eftir því að fá fyllri mynd af þessari atburðarás allri saman og sérstaklega beini ég orðum mínum til hæstvirts forseta og hvet hann til að birta þessa skýrslu, afhenda þinginu skýrsluna sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Ég leyfi mér einfaldlega að spyrja hæstvirtan forseta, svo að ég þurfi ekki að fara sérstaklega í fundarstjórn forseta um málið, hvenær von sé á birtingu skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: