- Advertisement -

Stimpilgjöldin: Viðreisn sat hjá og sagðist vera með óbragð í munninum

„Ég er með óbragð í munninum yfir að vera ekki á rauða takkanum yfir þessari ótrúlegu birtingarmynd en þetta er skattalækkun og ég mun sitja hjá,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, þegar Alþingi samþykkti, að kröfu útgerðanna, að falla frá stimpilgjöldum henni til handa.

„Það er ávallt mikilvægt þegar við tökum skref til að lækka skatta og gjöld. Við í Viðreisn höfum lagt mikla áherslu á að lækka stimpilgjöld á alla, afnema stimpilgjöld og ekki síst á þessum tímum skiptir miklu máli að við hugsum um heildina en ekki eingöngu sérhagsmuni eins og mér finnst birtast í þessu máli,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, við sama tækifæri.

„Við í Viðreisn höfum lagt til sérstaklega að afnema stimpilgjöldin og það myndi koma heimilunum vel og þeim sem standa m.a. í fasteignakaupum. Þetta er vissulega skref í átt að lækkun gjalda en þetta er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varðandi almenna niðurfellingu gjalda og mér finnst miður að ekki skuli vera tekin stærri og almennari skref í þágu almannahagsmuna í stað ákveðinna sérhagsmuna. Þess vegna mun ég ekki greiða atkvæði með þessu máli,“ sagði formaðurinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: