- Advertisement -

Er komin 550 prósent fram úr áætlun

Það er verið að gera breytingar á þeim áformum en samt má ekki endurskoða sáttmálann.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræddi um borgarlínuna á Alþingi. Hann benti á að meirihluti borgarstjórnar hafi hafnað að endurskoða samgöngusáttmálans.

„En þá stendur það upp á þingið að bregðast við. Ætlum við að láta það viðgangast að þótt framkvæmdir séu varla hafnar séu þær komnar helming fram úr áætlun og einn verkþáttur sé kominn 550 prósent fram úr áætlun? Hvers vegna er það? Það er vegna þess að búið er að gjörbreyta áformunum í þeim verkþætti og við vitum ekkert hvað verður með alla hina. Þetta kallar með öðrum orðum augljóslega á endurskoðun þessa samkomulags,“ sagði formaður Miðflokksins.

„Nú stendur það upp á þingið, fyrst ríkisstjórnin bregst ekki við, að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans sem þetta þing fjármagnaði á ákveðnum forsendum og áformum sem munu ekki standast, því það er verið að gera ítrekaðar breytingar á þeim áformum sem þar var lýst og voru samþykkt, illu heilli, hér á þingi og af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Það er verið að gera breytingar á þeim áformum en samt má ekki endurskoða sáttmálann, þrátt fyrir að allir bæjarstjórar bæjanna í kringum Reykjavík kalli eftir því. Því skyldi það vera? Ég held við getum flest fyllt í þá eyðu, en nú stendur upp á þingið að grípa þarna inn í og krefjast endurskoðunar enda er þingið eða ríkissjóður að fjármagna þennan sáttmála að langmestu leyti,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: