- Advertisement -

Vesen sem ekki varð og áhyggjur Guðrúnar

Búið er að virkja neyðarnúmer fyrir ferðamenn. Álit á Íslandi sem áfangastað ferðamanna mun bíða hnekki.

Guðrún Hafsteinsdóttir.

„Til að það megi takast er brýnt að ljúka kjarasamningum á vinnumarkaði. Nú er svo komið að búið er að ljúka samningum við um 80% almenna markaðarins. Þeir samningar sem gerðir voru í desember voru allir samþykktir með miklum meiri hluta. Það tókst að ljúka samningum við sjómenn, stétt sem hafði verið samningslaus í nokkur ár. Því er það þyngra en tárum taki að hér sé eitt stéttarfélag við það að lama íslenskt samfélag og valda ómældum efnahagsskaða,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi fyrir fáum dögum. Áður en hennar fólk í Samtökum atvinnulífsins boðaði svo umfangsmikið verkbann að annað eins hefur ekki sést.

„Talað er um að um helgina geti skapast hér almannavarnaástand, þar sem hundruð ferðamanna munu verða á götunni. Búið er að virkja neyðarnúmer fyrir ferðamenn. Álit á Íslandi sem áfangastað ferðamanna mun bíða hnekki. Ég er ekki viss um að fólk sem hafði pantað sér ferð til að eyða hér jafnvel hveitibrauðsdögum sínum hafi séð fyrir að það þyrfti hugsanlega að gista í fjöldahjálparstöð,” sagði Guðrún.

„Staðan sem nú er uppi er mikil vonbrigði. Við höfum séð þessa atburðarás áður og það á síðustu öld, því 1990 var að hringja. Þá var staðan þannig að við vorum föst í spíral ósjálfbærra launahækkana sem brunnu upp með gengisfellingum og verðbólgu,” sagðu Guðrún, verðandi ráðherra eða ekki,“ sagði Guðrún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: