- Advertisement -

„Á Íslandi ríkir eilífur vandræðagangur“

Guðmundur Steingrímsson.
Mynd: vb.is

„Sjálfstæðisflokknum er til dæmis stöðugleiki mjög hugleikinn. Eftir langt valdaskeið flokksins er hins vegar óhætt að segja að fátt einkennir íslenskt efnahagslíf minna en einmitt stöðugleiki. Á Íslandi ríkir eilífur vandræðagangur,“ segir í grein Guðmundar Steingrímssonar í Fréttablaðinu í dag.

„Ísland er svo óstöðugt að það er fyndið. Nú síðast, ofan á verðbólgu og gjaldmiðilsáhættu, hefur stjórnvöldum tekist að senda tundurskeyti inn í íslenskt efnahagslíf með því að lýsa þeim ásetningi sínum, að til standi að varpa langvarandi og ógnarstórum – og óútkljáðum þrátt fyrir ótal viðvaranir – vanda Íbúðalánasjóðs á komandi kynslóðir, einkum eldri borgara, lífeyrisþega, framtíðarinnar,“ skrifar Guðmundur.

Hér er önnur tilvitnun í greinina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Innflytjendamál eru líka æði aðkallandi. Á Íslandi vantar fólk. Við erum ekki nógu mörg til að vinna störfin sem hér þarf að leysa af hendi. Þar að auki ríki víðtækur áhugi á því að sýna fólki mannúð. Ætlar einhver að útskýra af hverju það er á sama tíma talið nauðsynlegt að senda 20 lögreglumenn til að flytja fólk úr landi með harðri hendi í skjóli nætur og loka aðra útlendinga sem hingað koma í fangaklefa? Hver er pælingin?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: