- Advertisement -

Að kyngja því heilagasta

Það var sem slökkt væri á allri slíkri umræðu þegar tvíburaturnarnir í New York voru sprengdir í byrjun þessarar aldar. Öll gagnrýni á hernaðarhyggju og baráttuna við hryðjuverk var gerð tortryggileg.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra Vg, er aldeilis ekkki sáttur við á hvaða leið flokkurinn er nú. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar má til dæmis lesa þetta:

„Ráðherrar í ríkisstjórninni draga hvergi af sér að lýsa yfir „þverpólitískri samstöðu“ með NATÓ og sýnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð þann stuðning jafnt í orði sem á borði þótt enn sjáist þess ekki stað í stefnuskrám. Veruleikinn birtist í verkunum. Nóg um það að sinni að öðru leyti en því að benda á að hér er í reynd verið að hverfa frá grundvallar stefnumarkmiði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frá stofnun flokksins en þá var heitið afdráttarlausri andstöðu við veru Íslands í hernaðarbandalaginu NATÓ, hvað þá við hernaðaruppbyggingu á Íslandi, árásarþotur og setulið í landinu.“ Síðar í greininni skrifar Ögmundur: „Þróunin er ógnvænleg og hefur hún fengið allt of litla gagnrýna umfjöllun á síðustu tímum. Það var sem slökkt væri á allri slíkri umræðu þegar tvíburaturnarnir í New York voru sprengdir í byrjun þessarar aldar. Öll gagnrýni á hernaðarhyggju og baráttuna við hryðjuverk var gerð tortryggileg.

Og til Íslands hefur þessi þöggun teygt anga sína og er nú svo komið sem áður segir að her er nánast umræðulaust farinn að hreiðra um sig á Íslandi, meðal annars með árásarflugvélum sem bera kjarnorkuvopn. Og á Alþingi er hernaðarhyggja NATÓ dásömuð. Sú sama hyggja og hefur átt þátt í að leiða okkur út á þá bjargbrún sem við stöndum á nú eftir innrás Rússa í Úkraínu.“

Trúr eigin pólitík endar Ögmundur svona: „Á Íslandi ættum við að sýna fordæmi, bægja öllum hernaðartólum frá landinu undir gamalli kröfu en að mínu mati sígildri: Ísland úr NATÓ, herinn burt!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: