- Advertisement -

Að smjatta á skítnum

Leiðari Fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum, þegar ríkisstjórn Katrínar varð að veruleika, með þeim orðum að þátttaka í ríkisstjórn, með Sjálfstæðisflokki, væri ámóta og ætla að éta skít í fjögur ár.

Líkingamálið þótti sumum gróft. Það má vel vera rétt. Við sem fylgdumst með atkvæðagreiðslum, frá Alþingi í morgun, um minniháttar lagfæringar á barnabótum og vaxtabótum varð bumbult við að fylgjast með fyrrum baráttufólki fyrir lagfæringunum éta ofan í sig eigin baráttu og gera sér að góðu allt það sem fjármálaráðherrann hafði lagt á borð þeirra.

Orð Drífu Snædal, um skítátið, birtust ljóslifandi fyrir augum okkar þegar hver ráðherra og þingmaður Vinstri grænna á eftir öðrum yfirgaf eigin baráttumál og gekk fyrrverandi fjandvinum á hönd.

Ómögulegt er annað en að Vinstri græn setji nú ný viðmið og jafnvel met í viðsnúningi stjórnmálaflokks. Til efs er að ámóta hafi gerst áður. Væri minnsti vilji til að nota gróft orðalag væri sjálfsagt að segja að þingflokkur VG hafi smjattað á skítnum í morgun. En til að gæta alls velsæmis er rétt að segja að þau sem skipa þingflokkinn hafi komið öllum á óvart, og eflaust sjálfum sér líka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: