- Advertisement -

Ásmundur Einar stingur upp í Bjarna Ben

„Það er algerlega skýrt af hálfu þessarar ríkisstjórnar að við erum að setja það sem lýtur að þessari þjóðarhöll og þjóðarleikvöngum í forgang. Það liggur hins vegar alveg fyrir — og þarf að vinna ákveðna grunnvinnu hvað það snertir, það er stýrihópur starfandi vegna þess það þarf að fara fram samtal við borgina og íþróttahreyfinguna — að það þarf að forma hvar við byrjum, hvað við leggjum áherslu á,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, íþróttaráðherra, í samtali við Fréttablaðið.

Ekki er gert ráð fyrir einni einustu krónu, í mannvirkin, í fimm ára fjármáláætlun Bjarna Benediktssonar.

Ásmundur og ríkisstjórn Íslands hafa mætt talsverðri gagnrýni undanfarna daga eftir að það kom í ljós að það væri ekki gert ráð fyrir neinu peningum frá ríkisstjórninni til nýrra þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun næstu fimm ára.

Ásmundur Einar hefur sagt að á næsta ári komi önnur fimm ára fjármálaáætlun og þar verði að finna peninga í mannvirkin. Þar með segir hann að fimm ára áætlun fjármálaáætlun Bjarna úreldist strax á næsta ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: