- Advertisement -

Átakadagur í ríkisstjórninni?

„Engu er líkara en forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að vinstri-grænir vilji eða geti átt aðild með Sjálfstæðisflokki að ríkisstjórn eftir kosningar.“

„Sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum síðdegis í gær. Kl. 11:00 í morgun sagði í fréttum að tillögurnar væru í umfjöllun á meðal stjórnarflokkanna en ríkisstjórnin kæmi ekki saman til að taka ákvörðun um hertar sóttvarnaraðgerðir fyrr en kl. 18:00 í kvöld og þá á fundi í Valaskjálf á Egilsstöðum þar sem svo margir ráðherrar séu fyrir austan. Deginum ljósara að nú er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar, sóttvarnaraðgerðir eru ekki lengur spurning um líf og heilsu landsmanna heldur pólitískt hita- og hagsmunamál þar sem eru aðeins tveir mánuðir til alþingiskosninga,“ skrifar Jón Örn Marinósson.

„Forráðamenn útihátíða nú um helgina og um versunarmannahelgi bíða í óvissu um hvað tekur við. Katrín sagði í fréttum í gær að mætti ekki dragast að ríkisstjórnin tæki ákvörðun en málin hafa greinilega tekið aðra stefnu en hún gerði þá ráð fyrir. Engu er líkara en forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að vinstri-grænir vilji eða geti átt aðild með Sjálfstæðisflokki að ríkisstjórn eftir kosningar og í Valhöll sjái menn fyrir sér hægrisinnaða, íhaldssama borgarastjórn eftir kosningar, með Viðreisn, Framsókn og jafnvel Miðflokki. En þetta er hættuspil fyrir Sjálfstæðisflokkinn og systurflokka hans þar sem ég hef á tilfinningunni að þorri þjóðarinnar vilji sýna samstöðu með sóttvarnaryfirvöldum og leggja sitt af mörkum til að ná niður þessari nýju kóvítbylgju. Sjáum hvað setur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: