- Advertisement -

Átök um líf eða dauða samfélagsins

Einar Kárason.

Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stjórnarskránni og sér fyrir sér pólitísk átök hennar vegna.

„Stjórnarskrármálið finnst mér fyrst og fremst vera spurningin um eignarhaldið á auðlindum. Þróunin hefur verið í þá átt að fáeinir menn eru varanlega að eignast sjávarauðlindina, rétt eins og nokkrir ólígarkar í Rússlandi náðu þar að komast prívat yfir allar olíulindir og verðmætar málmnámur osfrv. Ofurríkir auðmenn sem búa síðan í ríkustu borgum vesturlanda og kaupa þar upp fasteignir, spilavíti, banka, snekkjur, fótboltafélög… fyrir gróðann af þessum auðlindum, en almenningur heima sér aldrei rúblu. Samskonar gæti gerst hér, og það þarf að stoppa! Núverandi stjórnarflokkar eru sáttir við þróunina, en það þarf að fá til valda hin öflin, sem vilja afstýra því að þannig fari. Um þetta, sem má líkja við líf eða dauða samfélagsins, á pólitík hér heima að snúast næstu árin,“ skrifaði Einar Kárason.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: