- Advertisement -

Beitum ríkisfjármálunum af fullum krafti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar:

Í gærkvöldi var samþykkt breytt fjármálastefna á Alþingi.Þar setur ríkisstjórnin fram skýra sýn til næstu ára. Við ætlum að verja þann árangur sem náðst hefur í heilbrigðis- og velferðarkerfinu á undanförnum árum. Við ætlum að fjárfesta í menntun, rannsóknum, nýsköpun, grænum lausnum og stafrænni opinberri þjónustu og ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar í samgönguframkvæmdum og byggingum. Þannig verjum við störf, sköpum ný störf og aukum þekkingar- og verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Mikilvægast er að með fjármálastefnunni setjum við fram þá skýru sýn að við ætlum að beita ríkisfjármálunum af fullum krafti til að íslenskt samfélag geti vaxið út úr kreppunni og komið sterkara út úr henni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: